mánudagur, október 30, 2006

Lélegt

Já ég er lélegur bloggari. Málið er að flestir þeirra sem lesa hitta mig á hverjum degi! Þannig að hvað þurfa þeir að vita meira en það sem ég segi þeim í skólanum t.d.? Heh, varla mikið. En jæja.

Fór á leikritið Patrekur 1,5 í síðustu viku! Það var hrein SNILLD! Mæli með því fyrir alla sem hafa tíma til. Það var alveg frábært.

Fór á fyrstu sundæfinguna í síðustu viku og var viiiirkilega stirð eftir hana! Mjög fyndið að byrja að synda aftur og það á eftir að taka smá tíma að ná upp gamla forminu. :)

Djammaði ekki baun um helgina. En vakti samt fram á hálf 7 á laugardagsmorgunn. Af hverju? Tjah, ég var einfaldlega að nördast! Star Wars maraþon hvorki meira né minna. Er úber nörd og búin að vera frá því ég var 11 ára. :) And proud of it! Klassískar myndir. Eða gömlu allavega. En já ég horfði á fyrstu 4 myndirnar í seríunni, s.s. 3 nýjustu og 1 gamla. Myndir 1-4. Málið er að myndir 4-6 voru gerðar áður en 1-3 þannig að 1-3 eru nýrri myndirnar. Fannst ég bara verða að útskýra hehe

Fékk 9,8 í Lol prófi á föstudaginn! Ótrúlega stolt af mér! Samt svaf ég hálfan fimmtudaginn! hah Skondið!

Styttist í afmælið mitt þann 18. nóv. Verður akkurat Bónus-partý á afmælisdaginn. Sagði við Söndru og Maríu að ég ætlaði ekki að mæta nema þær bökuðu handa mér stóóóóóra súkkulaðiköku! :D Er að spá að hafa afmælið þá á föstudagskvöldinu, en það fer eftir því hvað margar stelpur verða í bænum. :)

Hef ekkert mikið meira að segja. Læt fylgja mynd af músakrufningunni sem ég talaði um í síðasta bloggi. Ég í action!

Anna María - May the force be with you! *hóst*nörd*hóst*

Photobucket - Video and Image Hosting

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Patrekur 1,5 var ekkert smá fyndið. Hló virkilega af mér rassgatið.

En ég veit ekki hvort ég eigi að vera stolt af því, en ég hef aldrei séð Star Wars. Ekki eina einustu mynd. Er þetta ekki eitthvað sem hvert einasta mannsbarn hefur séð?

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekki heldur séð Star Wars;)

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekki séð Star Wars heldur.. En þú ert ekkert smá.. ég veit ekki hvað ég á að segja.. forvitin á myndinni!.. þú ert kvikindi!:)
kv. Halla

Anna María sagði...

Nei ég held að þetta sé ekki það sem hvert mannsbarn hefur séð. :) Bara svona sci-fi nördar eins og ég! hehe

En já, Halla, ég var MJÖG forvitin og spennt þegar ég var að gera þetta :D

Nafnlaus sagði...

Hey.. ég er búin að sjá einhverjar Star wars myndir.. en man ekkert hvaða myndir það voru.. allavega þá var hún gömul þannig að hún hítur að vera með þeim fyrstu sem gerðar voru.. ;) ég kann þarna.. "I'm your Father" og "may the force be with yout" dæmin.. ;) OG sverðir eru töff..! haha..
En jamm.. kannski spurning hvort að maður komi vestur þarna 17.nóv.. ;) kannski maður nái ammlinu þínu! :D

Kv.Sigrún Eva

Anna María sagði...

Jájájá!! :D:D Það verður afmælispartý þann 17. svo að um að gera að koma stelpa! ;)

Haha það er frá gömlu myndunum. ;)Og sverðin eru sko flottust! Fjólublár er sko flottasti liturinn af sverðunum! Vá nördinn ég búin að stúdera þetta allt... tihi

Nafnlaus sagði...

Held ég hafi sofnað yfir e-i sem hét episode 1, er það til? En e-ð Atkin eða vá, ég veit ekki neitt. Fór stundum í Star Wars tölvuleik. En ég verð í bænum á afmælinu þínu Anna mín. Mín bara að verða 18.ára, loksins :)

Nafnlaus sagði...

já maður fékk nú að heyra meira en maður vildi um þessa krufningu;) en já ég kem pott þétt með köku í bónus-partýið vona bara að þú verðir ekki eins veik og síðast:D

og ég held ég hafi séð allar þessar Star Wars myndir en ekki sjálfviljug reyndar og ef ég segi einsog er þá skildi ég ekkert um hvað þær voru;)(án efa lengsta komment sem ég hef nokkurn tíman skrifað)

kv. sandran

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki heldur hvað sci-fi nörd er;)

Anna María sagði...

Það er science-fiction (vísindaskáldsögu)nörd Gísli ;)