mánudagur, nóvember 06, 2006

Star Wars umræða

Af hverju varð Star Wars umræða á blogginu mínu? hah! Ég hélt ekki að fólk myndi byrja að tala um Star Wars þegar ég myndi nefna það en jæja. Sum málefni losa kannski um málbeinið á fólki. En Sandra, glæsilegt og langt komment hjá þér ;) Varð bara að nefna það hér.

Annars lítið að frétta. Búin að næla mér í svona líka skemmtilegt kvef. Ertingur í hálsinum og nefkvef. Ótrúlega böggandi. Var líka að vinna alla helgina og eyddi megninu af tímanum í kælinum. hehe

Fór til í afmælispartý til Brynju Huld á laugardagskvöldið og var það rosalegt stuð! Fyrst þegar ég, Birna og Bryndís komum vorum við svona um 10 stykki, en þegar fór að líða á gjörsamlega fylltist húsið! :D Dóri settist m.a. við píanóið og spilaði smelli eins og Hey Jude og Don't Stop Me Now og allir í partýinu fíluðu sig í hlutverki söngvarans! Það var ótrúlega fyndið að hlusta á þetta og auðvitað söng maður með. ;) Þrátt fyrir að vera BLÁedrú. Takk æðislega fyrir mig Brynja mín! :*

Hmm, ég fór samt heim um hálf 2 leytið held ég. Átti að mæta í vinnu morguninn eftir og var að vinna daginn áður líka. Þannig að ég var orðin svolítið þreytt þarna í lokin.

Hlutaprófin að byrja aftur og ég er nú þegar búin með tvö. Komið á hreint að ég slepp ekki við eðlisfræði (bjóst aldrei við að sleppa!) og ekki þýsku (bjóst við að sleppa :( ). En ég á enn séns á að sleppa Lol 103, Líf 203 og SAg 203. Ef ég bara stend mig vel restina af önninni. *krossa fingur!*

Segi þetta nóg í bili. :) Engin mynd núna því ég veit ekki hvað ég á að láta fylgja með.

Anna María

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki hvað ég á að skrifa hérna!:).. en ég hlakka til afmælisins..:) .. tútelú ...

Nafnlaus sagði...

ég líka... það verður ótrúlega gaman;)

kv. Sandran

Nafnlaus sagði...

Við vorum bara going at it í snakkinu hjá Brynju, gott ef við kláruðum það ekki bara ;) En gooott blogg ;)