sunnudagur, janúar 07, 2007

Mörgæs!

Ég varð bara að taka smá pásu á pásunni minni! Ég verð að koma þessu frá mér! :D

Ég var að horfa á March of the Penguins um daginn og var að springa, þessar verur eru svo mikil krútt! Þannig að ég fór að spá, ætli það sé hægt að hafa mörgæs sem gæludýr? Og þá meina ég svona keisaramörgæs eins og í myndinni? :D Því þetta eru stór dýr og þau lifa lengi en maður þarf ekkert að gefa þeim oft að borða. Reyndar á tveggja mánaða fresti og svolítið mikið í einu, en ég meina... Bara henda þeim útí sjó og svo koma þær aftur saddar!

Veit ekki af hverju, en mig langar í mörgæs! Ég vil mörgæs sem gæludýr :D Sem vaggar hérna fram og til baka um ganginn og gargar ógeðslega leiðinlega hehe Jah, keisaramörgæsin er reyndar kannski svolítið stór, en þá gæti ég bara fengið mér öðruvísi sem eru miklu skemmtilegri!

Jæja Halla, eitt stutt blogg fyrir þig. ;) Um mörgæsir...

Anna María - skólinn byrjaður á ný, tvær annir eftir!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHA!.. ég væri alltaf í heimsóknhjá þér ef þú fengir þér eina svoleiðis.. :) Þú fengir geeeeðveika athygli!.. sniðug hugmynd!... eigum við að reyna að koma þessu í gegn!:) hahahha!:) Takk fyri að hugsa til mín með bloggi:)

Nafnlaus sagði...

hey vissirðu að það eru til mörgæsir í ástralíu? þær heita bláu mörgæsirnar..... merkilegt;)
kv sandra