þriðjudagur, janúar 30, 2007

Tasukete!

Tasukete! Tasukete!* Ég er orðin háð anime! Byrjaði allt þegar ég fékk ælupest hérna um daginn og horfði á fyrstu þættina í seríunni Ouran High School Host Club. Eftir að hafa séð þá, var ekki aftur snúið. Ég dýrkaði þá! Enda eyddi ég restinni af vikunni í að horfa á þættina og gerði það á öllum mögulegum tímum. Skólinn fékk að sitja aðeins á hakanum... úpsí!

Já ég ákvað að skella inn einu bloggi fyrir þær Söndru og Höllu. Veit samt ekkert hvað ég á að segja? Oh jú! Er komin með enn annan fótboltaþjálfara! (Yokatta!*) Sá síðasti var ekki langlífur... En núna verður Karitas fimmti þjálfarinn minn á innan við TVEIM ÁRUM! Vá... ég æfði sund í átta ár og trúið mér, ég var einungis með 4 þjálfara í allan þann tíma. (Fór tvisvar upp um hóp og alas, skipti um þjálfara). En 5 á tveim árum.... úff. Aldrei lifað annað eins.

Er komin með svolítinn námsleiða, en samt bara í ákveðnum fögum. Er hætt að nenna að læra og jafnvel gera skilaverkefni sem er ekki nógu gott! Ég reyni að neyða mig í að gera þetta en letin er yfirsterkari.

Svo er það sumarið... Ég veit ekki hvað verður. Ég er löngu búin að senda ferilskrána í Glitni og krossa fingur um að ég fái starfið. Eini gallinn við það er að ég þarf líklega að mála mig þannig að ég er á báðum áttum um hvað ég á að gera? Kannski best að halda sig í Bónus, sérstaklega ef ég fæ launahækkun núna um áramótin... Hmm. Ég er lost.

Já ég veit ekki hvað ég á að segja meira. Hver veit hvenær ég blogga næst? Just when I feel like it or am bored! Yare yare!*(kaldhæðnislegur tónn)

Anna María

*Tasukete: Hjálp, bjargið mér Yokatta: Fjúff (what a relief, kann ekki betra orð á íslensku) Yare yare: Húrra! Miðað við þýðingar sem ég fann á e-i síðu. Gísli getur kannski sagt hvort þetta sé vitlaust eða hvað?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haahahaha. ég sá bara þarna í byrjun þetta með þjálfarann og "yokatta" og skildi ekkert hvað í fjandanum var í gangi!
En þetta er alveg rétt.
"tasukeru" er sögnin að hjápa. og -te formið þýðir þá að segja einhverjum/biðja einhvern að gera það.

svo er yokatta liðna tíðin af lýsingarorðinu "yoi" en oftast sagt "ii" og þýðir "gott" og passar alveg inn sem what a relief líka.

yareyare þýðir svo "weeeell" en gæti alveg þýtt húrra það eru svo mikið af svona asnalegum orðum íJapan sem geta bara þýtt hvað sem þeir vilja.

ég vil sjá þessa þætti.

Nafnlaus sagði...

Rugl :D .. ég las kommentið frá Gísla og ég vissi ekki í hvaða kennslutíma ég var komin í :D
En í sambandi við Glitni, það verður magnað ef þú verður að vinna þar.. svo kannski einn daginn kemuru geggjað alvarleg til mín bara : Halla, ég held að þú sért að eyða alltof miklum peningum .. hehe.. en ég sé þig eftir smá :D ... bæjbæj.. og já, Rugl komment!