fimmtudagur, júlí 20, 2006

Nýtt look

Eins og kannski sumir hafa tekið eftir þá hef ég skipt um look á síðunni. Var orðin þreytt á hinu, fyrir löngu satt að segja, og mér leiddist um daginn þannig að ég ákvað að skipta. En annars er ekkert nýtt að frétta hér á bæ. Bara vinna, æfa og hitta Konna frænda. Við fórum saman í golf á mánudaginn þar sem ég byrjaði á þvílíku höggi maður! En það var líka eina góða höggið mitt það kvöld....

Önnur keppnisferð suður núna þessa helgi og ég er orðin ansi hrædd um að ég fái bara að spila annan leikinn aftur, en jæja þetta verður þess virði ef ég hitti á Sigurbjörgu í þetta skiptið. :) En stúlkan er að fara til Paragvæ eins og ég hef sagt áður, sem skiptinemi í heilt ár! Þó ég hitti hana ekki á hverjum degi þá á ég eftir að sakna hennar rosalega mikið. :)

Helga Guðrún farin til Nýja Sjálands og það styttist og styttist í að Guðbjörg fari. Tíminn líður svo hratt! En sem betur fer svo hratt að þær allar þrjár verða komnar fljótlega aftur tilbaka. ;) Eins og Gísli er búinn að vera úti núna í 4 mánuði og mér finnst samt eins og hann sé nýfarinn.

Ég ætlaði bara að handa inn stuttu bloggi. Er búin að vera að þrífa Hamster í dag sem núna flottur innan sem utan og er í alvöru orðin mannhæfur fyrir aðra en mig. Ætla að fara að taka saman draslið fyrir ferðina suður en ég er að fara á morgun strax eftir vinnu.

Anna María

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

öööööööösss já fljótt að líða maður;)