miðvikudagur, júlí 12, 2006

Surprise!

Já sumir fengu sjokk þegar þeir komu heim úr Reykjavíkinni í gær. Mamma og pabbi komu nefnilega heim með seinni vélinni í gær á meðan ég var á æfingu útí vík, en þegar ég kom heim og tók hárið úr taglinu fngu þau nett áfall. Ég er nefnilega komin með axlarsítt hár! En þeir sem vissu það ekki fyrir þá náði hárið á mér niður á mitt bak ef ekki lengra. Núna er það stutt og fínt. Ég pantaði tíma í klippingu og sagði ENGUM, nema Elisubeth því hún fær ekki að sjá það fyrr en í ágúst, frá því og kom flestum verulega á óvart. :) Sumum meira en öðrum hehe En þetta er svoooo þæginlegt. Ahhhh.

Allavega. Var fyrir sunnan á helginni að spila/versla. Keypti fyrir cirka 40-45 þús! "Varstu ekki að spara!" sagði Sandra. Jújú, ég reyndi það. En útsölurnar freistuðu manns allsvakalega og mig vantaði föt svo því ekki? Samt er aðeins um einn mánuður í London og samviskubitið farið að síga á, en jæja. Keypti umrædd vöntuð föt og svo hluti sem ég þarfnaðist í herbergið! Skellti mér í Kringluna og Ikea með Elisubeth sem er LOKSINS komin með bílprófið ;) Við fórum svo í bíó á Click um kvöldið sem var mun betri en ég bjóst við! Miðað við að ég er enginn svakalegur fan af Adam Sandler :/

Já ég fór víst suður á undan liðinu, eða seinni part fimmtudags og var með Elisubeth mest megnis föstudagsins og gisti þar. Svo kom strollan föstudagsnóttina suður en það var hvorteðer gist í heimahúsum. Leikur á laugardag á Þorlákshöfn á móti Ægir, sem við töpuðum og ég stal óvart bíllyklunum hans Tomma. Það var óvart! Ég fór ekkert inná í þeim leik og var ekki sérlega sátt og tjáði mig mikið um það á leiðinni til Rvk. Eftir leikinn lá leiðin í Kringluna að éta, versla fyrir suma, ég og Guðrún í Smáralindina og svo skutlaði hún mér í Hfj. til Ólafar og Bigga þar sem ég gisti þá nótt. Lá yfir sjónvarpinu bara um kvöldið og slakaði á.

Leikur daginn eftir á móti Fjölni sem við töpuðum líka. En þá fékk ég að fara inná og viti menn, ég spilaði í korter! Eins og ég sagði í blogginu hér á undan. Nema að þegar ég skrifaði það þá bjóst ég við því að það yrðu tveir leikir samanlagt. Jæja eftir þann leik fór ég aftur í Smáralindina, í þetta skiptið með Tomma og Sigþór þar sem ég drattaðist eiginlega bara á eftir þeim um allt enda búin að versla minn skammt. Beið bara eftir úrslitaleiknum á HM og að komast heim!

Frakkland tapaði helvítis leiknum! :( Fúlt! En samt frábær leikur þrátt fyrir það og ég fékk líka pizzu frá Sigþóri sem hann var búinn að lofa mér (löng saga sem myndi gera bloggið enn lengra en það er!) en hann var reyndar að borga hana bara núna áðan! (Önnur löng saga) Svo að ég fór semi-sátt heim :) Keyrði s.s. með Hemma, Karitas, Elínu og Hildi heim, í miðjunni. Plássið var fínt framan af ferðinni en ég var komin í kremju í djúpinu þegar stelpurnar voru báðar sofnaðar. En eins góð og ég er kvartaði ég ekki neitt.... fyrr en eftirá!

Vorum komin heim e-ð fyrir hálf 3 og ég mætt í vinnu 8 daginn eftir! Ekkert merkilegt búið að gerast eftir það, bara same old, same old. Vinna/æfa. Samt vinnan í meiri kantinum núna og verður yfirráðandi þessa helgina, þótt að ég ætli í kveðjupartý hjá Guðbjörgu og Helgu á föstudaginn ;) Skvísurnar báðar að fara sem skiptinemar. Nú verður sko tómlegt á Ísó því það eru allir að fara :/ Jæja ég blogga um það næst því þetta er nóg í bili. Annars á enginn eftir að nenna að lesa þetta. Set kannski inn í næsta bloggi hvernig ég stal "óvart" þessum bíllyklum.

Þetta er líklega orðið of langt fyrir hana Söndru að lesa haha Spurning með Guðbjörgu og Sólveigu. Ég veit að Hanna þraukar þetta ;) Þessir Metallica aðdáendur alveg einstakir ha?

Anna María

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já við þraukum troðning, svita og löng blogg!

Anna María sagði...

Ójá svo sannarlega! ;)

Nafnlaus sagði...

hey þú sagði næstum í þessu bloggi í hvernig nærbuxum þú værir í rvk ferðinni en þú sagðir ekki að þú hittir mig *2 ;) bæði í kringlu og smáralind;) hehe en flott blogg skvís :D á maður að gera make over fyrir helgina ?;)en click er MJÖG góð mynd hætti ekki að hlægja eða næstum;) var líka í lúxus sal niiiccceee;)

Nafnlaus sagði...

ég hélt með italy .......og auðvitað "rústuðu" þeir þessu naumlega

Anna María sagði...

haha ef ég hefði sagt það þá hefði líka verið farið nánar útí ýmislegt fleira Kristjana mín og bloggið hefði verið endalaust ;) En ég minnist þá á þig í næsta bloggi hehe Það nógu gott?

En já það var nú planið? Hvernig er það, eigum við að gera þetta annað kvöld? Því ég verð að vinna ansi lengi, ætla kannski að reyna að sleppa annað hvort 7 eða hálf 8 því ég vann svo lengi í dag!