þriðjudagur, nóvember 28, 2006

1 DAGUR!!

Já Halla mín núna er bara einn dagur eftir! Eins gaman og er nú búið að vera þessa önn í skólanum, hef ég verið ansi eirðarlaus síðustu daga. Nenni ekki að læra eða neitt og bíð bara eftir að skólinn sé búinn. Núna er bara einn dagur eftir!! Og ég komst að því í dag að ég fékk 9 fyrir ritgerðina í sögu og slepp þar af leiðandi við próf með mætingu uppá akkurat 95%! fjúff. Svo ræðst þetta með lol-ið á morgun þar sem ég fer í síðasta hlutaprófið. Úlala. Vona að mér gangi vel því þá þarf ég bara að taka 3 próf :D


Tók reyndar eftir í skólanum í dag, held í hádeginu eða frímínútum, að allir 1. og 2. árs nemarnir voru e-ð voða æstir og ánægðir að fá einkunnir og komast að því hvort þeir sluppu við próf eða ekki, en við 3. og 4. árs nemar vorum e-ð voða þreytuleg og biðum bara eftir prófunum, enda ekkert eins mikið að sleppa við þegar maður er kominn svona langt. :) Maður berst bara við að falla ekki. Fannst svolítið skondið að hugsa útí það líka að ég á tvær annir eftir og ég er útskrifuð úr menntaskóla og á leið til Ástralíu! Ég á erfitt með að trúa að það sé svona stutt í það.... En mig hlakkar ekkert lítið til!


Er að læra fyrir lol-prófið núna, en ákvað að skella inn einu bloggi. Ég komst að því á æfingu í gær að ég get ekki hoppað tvífætis yfir e-r litlar grindur! Sérstaklega ekki þegar það er stutt á milli þeirra. Bæði get ég ekki beygt hnén nóg og Ingi heldur að ég hafi ekki sprengikraftinn. Að ég verði að þjálfa hann upp. Jæja, við prófum það þá. Samt var ein æfing ógeðsleg sem Birkir lét okkur gera! Lét okkur allar 6 fara á þykku mjúku dýnuna og hlaupa í mínútu með hnén hátt og það var svo erfitt að ég hélt að ég ætlaði að líða útaf! Viðbjóðslega erfitt. En góð æfing. Eins og Lísa sagði, manni leið eins og maður væri kominn í herinn hehe


Jæja, Benni að koma á helginni og 1. des hátíðin á föstudaginn þar sem Stúlknakór MÍ tekur sitt fyrsta gigg samkvæmt nýjustu fréttum. Jájá, það verður gaman að sjá. Byrja strax jólavinnuna núna á fimmtudaginn þegar ég mæti í vinnuna klukkan 8. tek svo bara frí þegar ég þarf að læra fyrir próf (sem verða vonandi bara 3) svo að ég ætti að fá nægan pening yfir jólin! Ef ég fæ næga vinnu.


Á ég ekki að segja þetta nóg í bili? Jú ég held það. Ætla að halda áfram að læra fyrir lolið og bíða eftir að hún Halla mín kommenti hehe ;) Það er eins og þú fáir borgað fyrir það stelpa! :D


Anna María

Læt fylgja tvær myndir, ein ad mér dökkhærðri og annarri ljóshærðri eins og ég gerði fyrir löngu. Ég er ekki frá því að mér finnst ennþá dökki liturinn fara mér betur!


Nýbúin að lita hárið dökkt, tekið rétt eftir Maiden tónleikana.... ahh minningar :D

Ljóshærð í Kensington garði í Ágúst, með stutt hár í þokkabót.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bæði betra sæta:)