laugardagur, nóvember 25, 2006

Skólinn að verða búinn

Ég á erfitt með að ná því að það eru aðeins 3 dagar eftir af skólanum!! 3 dagar!! Ég er nýkomin heim frá London for crying out loud! Djöfull er þetta hratt að líða. Jólin eru að koma og það sést sko á Bónus. Það rétt svo hægt að snúa sér í hringi á háannatíma og þetta verður hrikalegt á Þorláksmessu! Gleymi aldrei Þorláksmessu í fyrra þar sem að ég var að vinna inní kæli allan daginn. Um leið og ég var búin að setja einn bakka af skyri í voru tveir horfnir. Og þar gat ég virkilega varla hreyft mig, svo mikil var traffíkin.

Þetta verður nú bara gaman samt. Maður hittir fullt af fólki sem kemur að versla og svona. Ég byra nú eiginlega bara að vinna á fullu í næstu viku þar sem ég byrja ekki í prófum fyrr en 4. des og er búin 11. Er að vonast til að sleppa við Lol og Sögu. Vantar bara uppá mætinguna og ég veit ekki hvernig mér á eftir að ganga í lol prófinu og með sögu ritgerðina. Ég vona bara að mér gangi vel!

Ekkert djamm þessa helgi þar sem ég fékk eiginlega nóg á síðustu helgi! Svo er ég líka að vinna alla helgina, fös, lau og sun plús að vera drulluþreytt, þannig að ég er bara hjemme að gera blessuðu ritgerðina um orrustuna um Bretland eða horfa á sjónvarpið. Svona til að slappa aðeins af.

Hef nú ekkert annað að segja í bili. Annað dull blogg bara.

Anna María

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pældu í þvi!.. núna er bara einn dagur eftir.. BARA 1!!! kv. HAlla