mánudagur, desember 04, 2006

Skólinn búinn, prófin byrjuð

Lélegur bloggari, en enginn virðist kippa sér upp við það. :) Skólinn var búinn síðasta miðvikudag. Gerði ekki baun í skólanum fyrir utan lol-prófið þar sem að rafmagnið fór og var ekki í rúma tvo tíma. En það kom tímanlega fyrir prófið mér til mikils léttis. Mér gekk geðveikt vel í prófinu og fékk ég hvorki meira né minna en 9,9! Munaði bara 0,1! hehe djöfull. En ég slepp við lol prófið þannig að ég þarf bara að taka 3. Stæ 503, Eðl 103 og Þýs 303. Búin með stærðfræðina (YEEEESSS!!!!!!!) og hin tvö eftir. Á fimmtudaginn og næsta mánudag. Svo er ég búin! Sjibbí!

Er byrjuð að vinna á fullu og ætla mér sko að ná í mikinn pening í jólafríinu! Það er búið að vera ágætt í vinnunni bara. Frekar mikið stuð eiginlega þar sem við tókum uppá því á föstudaginn að spila í kaffitímunum og núna eru þeir bara OF fljótir að líða! Rakki og þristur eru aðalspilin eins og er og verður maur að passa sig mjög vel ef maður ætlar ekki að sitja of lengi í kaffi ;) Það er mjög gaman er ég að segja ykkur! hehehe

Boltinn er búinn að sitja á hakanum núna síðustu vikuna. Ég komst ekki í dag því ég var að vinna og gleymdi æfingunni í gær því ég var að læra og sofnaði svo síðasta fimmtudag og vaknaði þegar æfingin var meira en hálfnuð! Það er ekki alveg nógu sniðugt! En jæja.

Búið að kjósa um 3. bekkjar ferðina og vildu flestir til Mallorca. Er að reyna að leggja fyrir og vera dugleg að safna pening núna fyrir Ástralíu ferðina. Hún verður sko ekki ódýr! En verður VEL þess virði því það verður svo ógeðslega gaman! Svo er ég orðin styrktarforeldri, eða skráði mig í það á föstudaginn eftir að hafa horft á rauða nefið sem hafði þvílík áhrif á mig. Jólatónleikar á næstunni og jólin að koma! Djöfull líður tíminn hratt. Ú já og núna er photoshop eða teikniblokkin málið hjá mér ef mér leiðist!

Jæja nenni ekki að röfla meira, því man ekki sniðuga bloggið sem ég var komin með um daginn. Blogga aftur eftir viku....

Anna María


Á ég kannski að lita hárið næstum svart? (fyrsta test í photoshop)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Helvítis prófin byrjuð!.. Nóóóg að gera, en það er alveg rétt hjá þér með 1. og 2. bekkinn.. og 3. og 4. bekk, að við erum ekkert spennt fyrir einkunnunum útaf því þetta er auðvitað erfiðara núna, og minna mál í fyrsta og öðrum að við erum bara ótrúlega ánægð að ná rétt svo yfir.. eða svona næstum !:) .. En Dökkt fer þér betur ef þú ert svona máluð, en ljóst ef þú ert ómáluð:) .. Það er mín skoðun:) .. sjáumst eitthvað í jólafríinu!:) ... pottó!.. Reynum að fá stelpurnar með okkur að spila, reynum aðgera það eftir jól einhvern timann þvi Gummza kemur ekki fyrr en á þórláksmessu? .. ertu til?? KV. Halla

Nafnlaus sagði...

Ég hélt ég væri orðin rugluð þegar ég sá msn myndina þína(þessa), ég bara var hún ekki ljóshærð? En ógeðslega er þetta photoshop töff!! Elska þig, sjáumst;)

Nafnlaus sagði...

Haha vá fyndið. Ertu til í að gera mig ljóshærða? Man ekki hvernig ég er þannig.. Ugh...