mánudagur, nóvember 13, 2006

Mánudagsblogg

Jæja þá er komið að vikulega blogginu mínu. Þetta er búið að vera hreint hrikaleg vika hjá mér! Hún byrjaði á því að ég var með svona skemmtilegt kvef eins og ég held að ég hafi sagt í síðasta bloggi. Svo var ég alltaf mjög þreytt og hálf slöpp það sem eftir var vikunnar. Aðalfjörið byrjaði samt á fimmtudaginn.

Ég kom heim úr skólanum og ætlaði að setjast aðeins í tölvuna og tékka á mailinu áður en ég færi í vinnuna. Sá að það var slökkt á tölvunni og var hissa, en hún var búin að vera að slökkva á sér alla vikuna og ég er alltaf með kveikt á henni. Jæja ég ætla bara að kveikja aftur, en nei.... Þá vill hún ekki kveikja á sér! Sama þótt að ég myndi hlaða hana þá bara var allt svart. Ég fór ekki ánægð í vinnuna.

Á föstudeginum fór allt á KAF í snjó og ég á Hamster mínum. Það var nú reyndar ekki vondi parturinn. Dagurinn leið ágætlega þangað til að ég komst að því að ég missti af opnunartímanum hjá pósthúsinu til að senda afmælispakka. Þá varð ég fúl því ég ætlaði að vera búin að senda pakkann fyrir löngu! Allavega, um kvöldið kemur Sandra til mín og við horfum á spólu. Um nóttina er ég að fara að skutla henni heim.

Þetta var um svona hálf 2. Við rúntum svolítið og spjöllum og svo er ég að verða bensínlaus. Ég skutlaði henni heim og fór í blindbyl inní fjörð aftur. Þegar ég ætla að fara að beygja inn planið hjá Bónus þá kemur líka þessi skemmtilegi blindbylur, ég missi af beygjunni og fer útaf. Allt er í góðu með bílinn og mig, ekkert alvarlegt. Það var ekki hægt að ná honum upp um nóttina og var það gert daginn eftir svo að ég þurfti að labba í vinnuna. Laugardagskvöldið var ég svo þreytt að ég lærði bara hreinlega allt kvöldið. Nema fór og horfði á Ice Age 2 jú.

Á sunnudeginum var ÓGEÐSLEGT veður og ég ekki með bílinn minn svo að ég þurfti að labba í vinnuna. Ég dúðaði mig þvílíkt og arkaði af stað en Katrín og pabbi hennar tóku mig uppí svo að það reddaðist. Var samt ekki par sátt þegar ég var komin heim aftur að þurfa að taka strætó í skólann daginn eftir af því að það var ekki búið að moka og bíllinn minn komst ekki eitt né neitt. Ennþá fastur niðri í bæ. Reddaði mér þó fari með Örnu Rannveigu og Geira svo að það var nú alltílagi enda komin ný vika. :)

Þetta var nú kannski ekki allt svo hrikalegt, en ég get ekki sagt að þetta hafi verið skemmtilegasta vika ársins! Alls ekki! Er hérna í eyðu núna og mér leiðist því að ég hef ekki bíl og get ekki farið neitt. Nenni ekki að lesa sögubókina fyrir ritgerðina því ég er svo þreytt svo að tölvan var næsti valkosturinn.

Var líka að skipta um e-ð bloggsystem hérna á blogspot svo að núna ætla ég að fara að fikta aðeins í síðunni fram að sögutíma. Er svo að fara að þjálfa á eftir fyrir Höllu, bassatíma og gá að nýrri tölvu.

Anna María

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott blogg!.. en þetta var semsagt ekki svo góð vika hjá þér en þessi hefur miklu skemmtilegra tíma þannig .. partei á föstudag!:) :*
kv. Halla

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna mín. Afhverju bloggaru ekki á 123.is? Það er svo þvílíkt þægilegt og þú borgaðir líka fúlgu fyrir hana ;) Annars er ég orðin ótrúlega spennt fyrir föstudeginum. Sagðiru ekki star wars safnið? við kikjum á það :)