mánudagur, nóvember 20, 2006

Spæling

Smá pæling. Ég er að læra fyrir sögupróf núna og er að fara í gegnum meirihluta efnisins, er stödd í fyrri heimsstyrjöldinni eins og er. En jæja, ég fór að hugsa um þetta. Ég er búin með sögu 103 og er núna að klára 203 og það eina sem ég er búin að læra eru endalaus stríð milli hinna og þessa. Stærst þeirra munu vera heimsstyrjaldirnar.

Mannkynið er búið að vera í stríði alveg frá því við urðum til af bakteríum! Það er skráð í sögubækurnar í næstum 10 þús ár! Höfum við ekkert betra að gera? Jújú, það koma góð tímabil á milli, hélst friður í Evrópu í rúm 100 ár en svo bamm! Annað stríð. Og núna eru örugglega svona nokkur stríð hér og þar, það eftirtektamesta í Írak (eitt orð:fjölmiðlar).

Þarf lífið virkilega að vera svona erfitt? Ég bara spyr. Ætlast ekki til að breyta heiminum með þessari pælingu, en meina... Flest stríðin snérust/snúast um trúarmál þjóðflokka eða valdagræðgi hæstráðandi hálfvita. Hvernig væri heimurinn ef við þekktum ekki trú og að það væru engir valdagráðugir fávitar? Væri heimurinn betri staður? Hvað ef Þýskaland, Ítalía og Japan hefðu unnið heimsstyrjöldina síðari? Hvernig væri þetta þá?

Og af hverju í andskotanum fór ég að pæla í þessu? Það er ansi góð spurning. Seinni heimsstyrjöldin er áhugamál mitt, en samt skil ég ekki upp né niður í þessu. Já, hvað er lífið án pælinga?

Ætla að hætta áður en þetta verður einum of fáránlegt blogg. Og já, þar sem það svöruðu bara þrír spurningunni um hvort bloggið ég ætti að hafa ákvað ég að hafa þetta áfram. :) Þótt fáir muni urlið.

Anna María

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vildi kommenta, en ég veit ekki hverju ég á að svara!:). .hehe.. ég skil stríðin ekki eins vel og þú, ef ég á að segja eins og er !:).. hehe.. keep it real;)
Kv. Halla Björg