föstudagur, desember 15, 2006

Úff

Jæja, prófin búin og eintóm vinna og leti framundan! :D Ég er búin að annaðhvort kaupa allar jólagjafirnar eða taka þær frá! Stóðst ekki mátið að kaupa mér 1. þáttaseríun af Dead Like Me í BT í gær fyrst að ég fann mér ekki tölvuleik sem hentaði óskum mínum þá. Hefði hvorteðer örugglega lítið spilað leikinn þannig að... Even better!

Vinnan er búin að vera fín. Up and down as always. En ég meina, allir dagar geta ekki verið fullkomnir ekki satt? Um daginn langaði mig í nýja vinnu en strax daginn eftir fannst mér bara gaman í vinnunni! Ótrúlegt.

Jólin að koma. Ég trúi því ekki að það sé svona fljótt að líða! Ótrúlegt en satt á ég mynd af öllum gjöfunum í fyrra og ætla að setja hana í endann á blogginu. Tók hana af því að ég var að sýna vinum mínum í útlöndunum hvað ég fékk í jólagjöf.

Ég trúi ekki að ég eigi bara tvær annir eftir af skólanum! Ég er að verða hundgömul! Nei okay ekki alveg, mig hlakkar reyndar svolítið til að komast héðan í smátíma! :D

Er með þvílíkar harðsperrur eftir smá puð og púl hjá Valdísi og Karitas á æfingu í gær. Vorum bara fjórar, Önnurnar, Valdís og Karitas en það var ekkert slakað á. Gerðum allskonar æfingar fyrir maga, læri og rass. Ég get varla lyft höndunum ég er svo stíf! Ég fékk samt að skjóta inn einni æfingu frá því ég var í sundinu sem var hreinasta píníng þá!

Ég verð bara að skjóta því inn að stundum getur maður orðið hissa á fólki. Lygi. Lygi getur verið saklaus og bara til að koma sér undan e-u, en stundum getur hún verið stingandi og endað leiðinlega. Ég viðurkenni að ég ljúgi. Ég segist t.d. vera að læra heima þegar ég er í rauninni ekki að því. Hvít lygi, það er e-ð sem langflestir nota ekki satt? En að ljúga uppá mann e-u sem maður hefur ekki gert svo að það komi illa niður á manni er hrein illigirni! Hefnd. Af hverju kemur fólk ekki hreint að manni og gerir sín mál klár? Ég er farin að reyna það attitude, þó það virki ekki stundum ég viðurkenni það alveg. En fyrst maður er nú e-ð pirraður eða ósáttur við manneskjuna þá ætti maður sem helst að reyna að tala um málin áður en maður fer að ásaka fólk. Æji, svona pirrar mig bara. En það er óþarfi að spurja útí þetta í komment, þeir sem vita um þetta mál vita um þetta. Peace out. hehe

Hmm, æji leiðinlegt að enda blogg á svona hugsunum! Ég vil ekki enda það svona! Jæja, ég og Sandra skelltum okkur í BT í dag eftir að hafa verið hleypt heim úr vinnunni (frekar sendar því það var ekkert að gera hihi) og ég keypti afmælis og jólagjöf OG DVD mynd handa mér! Ég er að segja ykkur það að þá að halda mér frá þessari búð! Í næstum hvert einasta skipti sem ég fer þangað inn kem ég út með e-ð eða er búin að taka e-ð frá. Ég er VEIK fyrir þessu! Ég á eftir að eiga stóóóóóórt DVD safn þegar ég verð eldri. Ég er sko alveg viss um það haha Komið á vídjóleiguna til mín! Nei segi svona.

Betra. Jæja hér kemur svo myndin frá síðustu jólum. :)


Oh ég vil líta svona út ennþá! Why oh WHY hætti ég að æfa sund?!

Póstaði þessu með af því ég fann hana á myndasíðunni minni haha Back in the days.... held að þetta sé í 9. bekk. Uppáhaldsbuxurnar mínar *sniff*

Anna María

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert flottust á myndinni!..:) En mér finnst BT ekki eins hættuleg og þér.. það er yfirleitt ekki til það sem mig langar í og yfirleitt ekki á niðursprengdu verði svo ég tými að kaupa mér eitthvða þarna!:).. Hehe.. en ég hef jólakort og pakka hérna hjá mér þannig ég kíkji á þig fyrir jól! .. Hafðu það gott.. kv Halla Björg